Overview

Tilfinninganæmi

Tilfinninganæmi er þáttur sem lýsir tilhneigingu einstaklinga til þess að skynja aðstæður sem ógnandi og lýsir því að hve miklu leyti þeir eru líklegri til að upplifa neikvæðar tilfinningar á borð við kvíða og skömm.

Úthverfa

Úthverfa er þáttur sem endurspeglar þörf einstaklinga til þess að sækja í félagsleg samskipti við umheiminn af fyrra bragði.

Víðsýni

Víðsýni lýsir meðal annars hugsunarstíl sem einkennist af mikilli sköpunargleði, forvitni og hugmyndaauðgi.

Samvinnuþýði

Þátturinn Samvinnuþýði er skilgreindur út frá samskiptum við aðra og endurspeglar mun einstaklinga þegar kemur að þörfinni fyrir því að vera í sátt og samlyndi við annað fólk og hvort einstaklingarnir sýna öðrum samkennd og kurteisi í samskiptum.

Samviskusemi

Þátturinn Samviskusemi snýr að því hvernig einstaklingar takast á við verkefni, þrautseigju þeirra í hegðun og sjálfsstjórnun þegar kemur að eigin hvötum og gefur þó nokkuð góða vísbendingu um það hversu skipulagðir, vinnusamir og áreiðanlegir einstaklingar eru.